Uppskriftir sem ég skrifaði upp eftir Eygló Hjálmarsdóttir, mömmu minni.

´

Kökur

Skúffukaka

  • 4½ bolli hveiti

  • 3 bollar sykur

  • 1 bolli smjör

  • 1 bolli kakó

  • 1 bolli heitt vatn

  • 2 bollar súrmjólk

  • 2 egg

  • 2 tsk. lyftiduft

  • 2 tsk. matarsóti

  • 1 tsk. salt

Allt hrært í einu

Kremið (glassúr)

  • 500 gr. flórsykur

  • kaffi, Vanilludropar eða kakó eftir smekk

  • Vatn

Djöflaterta

  • 4½ bolli hveiti

  • 2 tsk. matarsódi

  • ½ tsk salt

  • 1 bolli kakó

  • 3 bollar sykur

  • 4 egg

  • 2½ bolli mjólk (Köld mjólk)

  • 1 bolli smjör (Brætt smjör)

Allt hrært saman.

Kremið

  • 300 gr. smjör ísl (Smjörlíki)

  • 300 gr. flórsykur

  • pínu kakó ef vill

  • hrært mjög vel

Svampterta

  • 4 egg

  • 140 gr. sykur

  • 60 gr. hveiti

  • 70 gr kartöflumjöl

Bakað á 200 ºC í 5 min Og á 185 ºC í 7 min

Rúlluterta

  • 3 Egg

  • 125 gr. sykur

  • 100 gr. hveiti

  • 1½ tsk. lyftiduft

Draumterta(Brún rúlluterta)

Namminamm, sykurveirsla.

  • 3 Egg

  • 125 gr. sykur

  • 50 gr. kartöflumjöl. (Hægt)

  • 1½ tsk. lyftiduft

  • 2 matsk. kakó

Smjörkremið

  • 3 msk. smjör

  • 2 bollar flórsykur

  • 1 eggjarauða

  • 2 msk. rjómi

  • braðefni geta verið

  • vanilla, kakó og kaffi

Sjónvarpsterta (Ormakaka)

Hráfefni

  • 300 gr. sykur

  • 4 egg

  • 250 gr. hveiti

  • 2 tsk lyftiduft

  • 2 dl mjólk

  • 50 gr. jurtasmjörlíki

  • 1 bréf eða 2 tsk vanillusykur. Eða 1 tsk vanilludropar.

Aðferð

  • Egg og sykur þeytt vel saman þangað til þeytan er orðin ljós og létt.

  • Vanillusykri hveiti lyftidufti blandað varlega saman við eggjafroðuna.

  • Jurtasmjörlíki brætt í mjólkinni og blandað síðan útí.

  • Hellið síðan blöndunni í Ljóma-smurða og hveitistrápa ofnskúffu.

Baka skal kökuna í 20 mín við 185 gr hita.

Ofnbráð (Kremið)

  • 125 gr jurtasmjörlíki.

  • 100 gr kókósmjöl.

  • 125 gr dökkur púðursykur

Daim ísterta

Marengs botn

Hráefni
  • Eggjahvítur 3

  • Púðursykur 150 gr.

  • Sykur 80 (gr.)

Aðferð - Botn
  1. Þeytt vel saman

  2. Skipta efninu í tvo hluta og annað hvort setja

    1. tvo hringi á ofnplötu með bökunarpappír eða

    2. í tvö hringlaga form (tæplega 24 cm í þvermál)

  3. Bakað á 150° í ca. 40 mín

Ísinn

Hráefni
  • Þeyttur rjómi 4 dl.

  • Eggjarauður 3

  • Sykur 1 dl.

  • Vanilludropar (Smávegis)

  • Daim lítil 4 stk. (150 gr.)

Aðferð - Ís
  1. Mylja Daim í smá bita.

  2. Þeyta rjómann

  3. Þeyta vel saman eggjarauðum, sykur og vanilludropum.

  4. Rjómi og Daim blandað rólga út í.

3. Aðferð - Tertan

Síðast er tertan sett saman og sett í frysti.

  1. Fyrri botninn settur á borð.

  2. Helmingur íssins settur á botninn.

  3. Seinni botninn settur ofan á.

  4. Seinni helmingur íssins settur efst.

  5. Allt sett í frysti.

  6. Hafa í frysti yfir nótt.

  7. Taka úr frysti 15 mín. áður en borið á borð.

Smákökur

Piparkökur með sykri fyrir börn

Deigið

  • 1 1/2 bolli smjörliki

  • 2 stk. egg

  • 8 bollar hveiti

  • 1 1/2 bolli sykur

  • 2 bollar sýróp

  • 4 tsk. engifer

  • 2 tsk. salt

  • 2 tsk. matarsóti

Sykurstyrni

  • 2 dsl. flursykur

  • ½ eggjahvíta

  • nokkrir dropar edik

Hrært gljáandi, má lita með ávaxtalit gul-blá -rauð -grænn

  • 4 tsk. kanill

  • 4 tsk. Negull

Hvítar súkkulaðibitakökur

Hráfefni

Tvöföld uppskrift
  • 5 bollar hveiti (450 gr.)

  • 2 plötur suðursúkkulaði (200 gr.)

  • 3 bollar sykur (510 gr.)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 250 gr. Smjörlíki

  • 1 tsk salt

  • 4 stk egg

  • 1 smáflösku-tappi vanilludropar

Table 1. Hvítar súkkulaðibitakökur - Hráefni
Hráfefni Einföld Uppskrift Tvöföld Uppskrift Þreföld Uppskrift

Hveiti

2.5 bollar (225 gr.)

5 bollar (450 gr.)

7.5 bollar (675 gr.)

Suðursúkkulaði

1 plata (100 gr.)

2 plötur (200 gr.)

3 plötur (300 gr.)

Sykur

1.5 bollar (255 gr.)

3 bollar (510 gr.)

4.5 bollar (765 gr.)

Egg

2 stk (116 gr.)

4 stk (232 gr.)

6 stk (348 gr.)

Smjörliki

125 gr.

250 gr.

375 gr.

Lyftiduft

1/2 tsk

1 tsk

1.5 tsk

Salt

1/2 tsk

1 tsk

1.5 tsk

Vanilludropar

1/2 smáflösku-tappi

1 smáflösku-tappi

1.5 smáflösku-tappi

Table 2. Hvítar súkkulaðibitakökur - Uppskriftastærðir
Hráfefni Einföld Uppskrift Tvöföld Uppskrift Þreföld Uppskrift

Reiknuð þyngd

0,705 kg.

1,410 kg.

2,115 kg.

Viktuð þyngd

1,601 kg

Smákökufjöldi

50 stk.

100 stk.

150 stk.

Þegar texti í töflunni er feitletraður, þýðir það að ég hafði talið eða viktað nákvæmlega þegar ég framkvæmdi uppskriftina.

Aðferð

Deig
  1. Saxa súkkulaðið í smá flísar.

  2. Ræsa hrærivél.

  3. Smjörliki við stofuhita hrært saman við sykurinn.

  4. Síðan eggjunum bætt útí.

  5. Þurrefnunum blandað við.

  6. Síðast súkkulaðinu

  7. Hrær vel saman.

  8. Geyma í ískáp yfir nótt.

Bakstur
  • Bakist við 225° hita með blæstri.

  • Hver plata inn í um 8 mín.

  • Hafði bara eina inni í einu.

Súkkulaðibitakökur með púðursykri

Hráfefni

Þreföld uppskrift
  • 6 plötur suðursúkkulaði (600 gr.)

  • 9 bollar hveiti (810 gr.)

  • 3 bollar sykur (510 gr.)

  • 3 bollar kókósmjöl (180 gr.)

  • 3 bollar smjörliki (510 gr.)

  • 3 bollar púðursykur (360 gr.)

  • 1 ½ tsk salt

  • 6 stk egg

  • 3 tsk natron

Table 3. Súkkulaðibitakökur með púðursykri - Hráefni
Hráfefni Einföld Uppskrift Tvöföld Uppskrift Þreföld Uppskrift

Suðursúkkulaði

2 plötur (200 gr.)

4 plötur (400 gr.)

6 plötur (600 gr.)

Hveiti

3 bollar (270 gr.)

6 bollar (540 gr.)

9 bollar (810 gr.)

Kókósmjöl

1 bolli (60 gr.)

2 bollar (120 gr.)

3 bollar (180 gr.)

Smjörliki

1 bolli (170 gr.)

2 bollar (340 gr.)

3 bollar (510 gr.)

Púðursykur

1 bolli (120 gr.)

2 bollar (240 gr.)

3 bollar (360 gr.)

Sykur

1 bolli (170 gr.)

2 bollar (340 gr.)

3 bollar (510 gr.)

Egg

2 stk (116 gr.)

4 stk (232 gr.)

6 stk (348 gr.)

Salt

1/2 tsk

1 tsk

1 1/2 tsk

Natron

1 tsk

2 tsk

3 tsk

Table 4. Súkkulaðibitakökur með púðursykri - Uppskriftastærðir
Hráfefni Einföld Uppskrift Tvöföld Uppskrift Þreföld Uppskrift

Reiknuð þyngd

1,106 kg.

2,212 kg.

3,318 kg.

Viktuð þyngd

3.143 kg.

Smákökufjöldi

69 stk.

138 stk.

207 stk.

Þegar texti í töflunni er feitletraður, þýðir það að ég hafði talið eða viktað nákvæmlega þegar ég framkvæmdi uppskriftina.

Aðferð

  1. Saxa súkkulaðið í smá flísar.

  2. Smjörliki við stofuhita hrært saman við sykurinn.

  3. Síðan eggjunum bætt útí.

  4. Þurrefnunum blandað við.

  5. Síðast súkkulaðinu og kókósmjölinu.

Bakstur . Sett með teskeið á plötu. . Hiti 200° með blæstri . ofarlega í ofni í 8-10 mín.

Súkkulaðikókóskökur (loftkökur)

Smá-kökurnar sem pabba fannst svo góðar en ekki mér.

Hráfefni

  • 400 gr. Hveiti

  • 2 stk egg

  • 250 gr. sykur

  • 6 tsk kakó

  • 400 gr. smjörliki

  • ½ tsk hjartasalt

  • 200 gr kókósmjöl

  • Vanilludropa

Aðferð

  1. Hrært deig.

  2. Puntað með grófum (muldum mola) sykri .

Hiti 225° C.

Annað

Skonsur

  • 4 bollar hveiti

  • 1 bolli sykur

  • 4 tsk lyftiduft

  • 2 egg

  • mjólk eftir þörfum

Deigið þarf að vera þykkt

Sveppasósa að hætti mömmu.

  • Mjólk eftir þörfum, lítið vatn.

  • gr. Smjörlíki

  • dsl. Hveiti

  • ½ dós sveppir

  • súputeningur (grænmetis)

  • ½ dsl rjómi

  • 1 msk af pakkasveppasósu ef notaðir eru ferskir sveppir eru þeir steiktir upp úr, smjörlíkinu áður en hveitið er sett út í það. Þeir eru svo færðir upp úr feitinni og settir í síðast. Þá er líka notað meira af sveppasósunni í pakkanum, í staðinn fyrir soðið af sveppunum.

  • Pipar og salt.

  • Sósan er bökuð upp og þynnt með soði, mjólk og rjóma.

  • Á aðfangadag notaði ég ferska sveppi og helminginn af sveppunum í dósinni

Um uppskriftirnar

Einingar

  • 1 Bolli sykur = 170 gr.

  • 1 Bolli smjörlýki 170 gr.

  • 1 Bolli púðursykur = 120 gr.

  • 1 Bolli kókósmjöl = 60 gr.

  • 1 Bolli Hheiti = 90 gr.

  • 1 meðalstórt egg = 58 gr.