Uppskriftir eftir Eygló

 

Skúffukaka

4½ bolli hveiti

3 bollar  sykur

1 bolli smjör

1 bolli kakó

1 bolli heitt vatn

2 bollar súrmjólk

2 egg

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. matarsóti

1 tsk. salt

Allt hrært í einu.

Kremið (glassúr).

500 gr. flórsykur

kaffi,Vanilludropar eða kakó eftir smekk.

Vatn.

 

Djöflaterta

4½ bolli hveiti

2 tsk. matarsódi

½ tsk salt

1 bolli kakó

3 bollar sykur

4 egg

2½ bolli mjólk (Köld mjólk)

1 bolli smjör (Brætt smjör)

Allt hrært saman.

Kremið

300 gr. smjör ísl.  (Smjörlíki)

300 gr. flórsykur.

pínu kakó ef vill.

hrært mjög vel.

 

Skonsur

4 bollar hveiti

1 bolli  sykur

4 tsk lyftiduft

2 egg

mjólk eftir þörfum

Deigið þarf að vera þykkt.

Svampterta

4 egg

140 gr. sykur

60 gr. hveiti

70 gr kartöflumjöl.

Bakað á 200 ºC í 5 min.

og á 185 ºC í 7 min.

Rúlluterta

3 Egg

125 gr. sykur

100 gr. hveiti

1½tsk. lyftiduft.

 

Draumterta(Brún rúlluterta)

3 Egg

125 gr. sykur

50 gr. kartöflumjöl. (Hægt)

1½ tsk. lyftiduft.

2 matsk. kakó

Smjörkremið

3 msk. smjör

2 bollar flórsykur

1 eggjarauða

2 msk. rjómi

braðefni geta verið

vanilla, kakó og kaffi.

Piparkökur með sykri fyrir börn

Deigið:

1 1/2 bolli smjörliki

2 stk. egg

8 bollar hveiti

1 1/2 bolli sykur

2 bollar sýróp

4 tsk. engifer

2 tsk. salt

2 tsk. matarsóti

Sykurstyrni:

2 dsl. flursykur

½ eggjahvíta

nokkrir dropar edik.

 

Hrært gljáandi, má lita með ávaxtalit gul-blá -rauð -grænn.

4 tsk. kanill

4 tsk. Negull

 

Sjónvarpsterta(Ormakaka)

300 gr sykur

4 egg

250 gr hveiti.

2 tsk lyftiduft

2 dl mjólk

50 gr jurtasmjörlíki

1 bréf eða  2 tsk vanillusykur.  Eða 1 tsk vanilludropar.

 

Egg og sykur þeytt vel saman þangað til þeytan er orðin ljós og létt.

 

Vanillusykri hveiti lyftidufti blandað varlega saman við eggjafroðuna.

 

Jurtasmjörlíki brætt í mjólkinni og blandað síðan útí.  Hellið síðan blöndunni í Ljóma-smurða og hveitistrápa ofnskúffu.  Baka skal kökuna í 20 mín við 185 gr hita.

Ofnbráð(Kremið)

125 gr jurtasmjörlíki.

100 gr kókósmjöl.

125 gr dökkur púðursykur

4 msk mjólk.

Allt brætt saman pott og sett yfir kökuna.  Kakan sett afur inn í ofninn og hækka hitann í 200 gráður í 10 mín.

 

Sveppasósa að hætti mömmu.

 

Hvítar súkkulaðibitakökur

 

5 bollar hveiti        200 gr.Súkkulaði britjað saman við

3 bollar sykur1 tsk lyftiduft

250 gr. Smjörl        1 tsk salt

4 stk egg        Vanilludropar

 

Smjörliki við stofuhita hrært saman við sykurinn.  Síðan eggjunum bætt útí.  Þurrefnunum blandað við.  Síðast súkkulaðinu   Hrært. Geymt í ískáp yfir nótt.  Bakist við 225° hita með blæstri.  Hver plata inn í um 8 mín.  Hafði bara eina inni í einu.

 

Súkkulaðibitakökur með púðursykri

 

9  bollar hveiti        600 gr súkkulaði (britjað samanvið)

3 bollar sykur        3 bollar kókósmjöl

3 bollar smjörliki        1 ½ tsk salt

6 stk egg        3  bollar púðursykur

  1. 3tsk natron 

 

Smjörliki við stofuhita hrært saman við sykurinn.  Síðan eggjunum bætt útí.  Þurrefnunum blandað við.  Síðast súkkulaðinu og kókósmjölinu.  Sett með teskeið á plötu.  Hiti 200° ofarlega í ofni í 8-10 mín. 

 

Súkkulaðikókóskökur  sem pabba fannst svo góðar en ekki mér

 

400 gr. Hveiti2 stk egg

250 gr. sykur6 tsk kakó

400 gr. smjörliki½ tsk hjartasalt

200 gr kókósmjölVanilludropa

 

Hrært deig. Puntað  með grófum ( muldum mola) sykri . Hiti 225° hiti á C.